tisa: Dagur: Ég gef honum 8

föstudagur, mars 31, 2006

Dagur: Ég gef honum 8

Núna er það komið á hreint. Ég er í ljósmyndanefnd Kvennó 2006-2007. Vúhúú Nefndarfeeeerð!
Svona er maður líka virkur í félagslífinu.

Ég held að fjörfiskurinn sé farinn, ég hef ekki orðið vör við nokkuð lengi. Ég hefði kannski ekki átt að minnst á þetta. crap.

Leikslistarhæfileikar mínir skinu í gegn í dag þegar við settum upp leikþátt í Íslensku. Þar lék ég hirðmann sem ferðaðist um á mótorhjóli og varð síðan skotinn með haglabyssu því hann stríddi Hreiðari, sem var ljótur. Ég fór án efa á kostum.
Ég nýtti mér þessa leiklistahæfileika mína síðan og sagði enskukennaranum mínum að ég væri að fara til læknis til að ég fengi að taka munnlega prófið fyrst. Og auðvitað brilleraði ég í þessu prófi og var svo komin heim miklu fyrr.

Góður dagur.

Þar sem ég hef ekkert tímaskyn varð ég mjög hissa að það beið mín launaseðill heima. Það kom mér skemmtilega á óvart því ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að það væru mánaðamót. Já mjög góður dagur.

Svo opnaði ég inn í herbergið mitt og dagurinn varð svartur, svona eins og herbergið mitt er að verða á litinn smám saman. Ég fékk letikast og ákvað að það væri fyrir bestu að leggjast bara niður sem ég gerði.

Ætla að snúa mér aftur að því.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 16:17

2 comments